Kaupfélag Skagfirðinga

Stoltur styrktaraðili Bocuse d´Or Akademíunnar

02.05.2016

Síðast liðinn föstudag var undirritaður styrktarsamningur milli Kaupfélags Skagfirðinga og Bocuse d‘Or Akademíunnar. Viktor Örn Andrésson er fulltrúi Íslands í keppninni að þessu sinni ásamt Hinriki Lárussyni aðstoðarmanni en undankeppnin fer fram 10.- 12. maí. nk. Á föstudaginn var loka æfing Viktors fyrir þá keppni og við það tækifæri var styrktarsamningurinn undirritaður formlega.  Aðalkeppnin fer svo fram í janúar á næsta ári.

Viktor er reyndur keppnismaður í matreiðslu, hefur meðal annars unnið titilinn matreiðslumaður ársins á Íslandi og matreiðslumaður Norðurlanda.

Að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumans Kjötafurðastöðvar KS verður spennandi að fylgjast með Viktori í keppninni. Íslendingar hafa á að skipa flottum fulltrúum þegar kemur að matreiðslu og hafa þeir ávalt vakið verðskuldaða athygli í alþjóðlegum matreiðslukeppnum.

„Það skiptir miklu máli fyrir land eins og Ísland, sem er að vaxa gríðarlega sem vinsæll ferðamanastaður, að hafa á að skipa frábæru matreiðslufólki til þess að vinna úr öllu því góða hráefni sem landið okkar hefur uppá að bjóða. Við erum því ákaflega stolt af því að fá að taka þátt í þessu verkefni.“

Til baka

Hafa samband