Þrjár vikur eru búnar af sláturtíð og búið að slátra 43. þús. fjár.
Meðalþyngd dilka er talsvert meiri en á sama tíma og í fyrra eða 17,01 kg. í stað 16,44 kg.
Meðaleinkunn fyrir gerð 9,12 og 6,72 fyrir fitu.
Sláturtíð hefur farið vel af stað. Búið er að raða niður um 105. þús. fjár og er áætlað að síðasti sláturdagur verði 28. okt.
Sem fyrr minnum við bændur á að koma tímanlega skilaboðum um heimtöku til réttarstarfsmanns í síma 455 4585 eða á netfangið rett@ks.is Allar frekari upplýsingar um heimtöku má finna hér.
Til baka