Kaupfélag Skagfirðinga

Bocuse d´Or kokkakeppnin

28.02.2017

Í janúar síðastliðnum var haldin í Frakklandi hin virta, Bocuse d‘Or kokkakeppni. Þar koma saman vinningshafar, auk efstu sæta, úr undankeppni hverrar heimsálfu fyrir sig til að keppa en segja má að um heimsmeistarakeppni kokka sé að ræða. Margra mánaða undirbúningur fylgir slíkri keppni og því er mikilvægt að hafa styrktaraðila sem styðja við bak keppenda. Fulltrúi Íslands að þessu sinni var Viktor Örn Andrésson sem lenti í þriðja sæti, á eftir Noregi og Bandaríkjunum sem vann keppnina. Mikill heiður fylgir því að lenda á verðlaunapalli í hinni 30 ára gömlu Bocuse d‘Or keppni.

Kjötafurðastöð KS hefur verið styrktaraðili Bocuse d‘Or akademíunnar á Íslandi undanfarin 2 ár en hér má sjá myndir úr keppninni og Leif Þórsson, framkvæmdarstjóra Esju Gæðafæðs,  afhenda Viktori, fyrir hönd Kjötafurðastöðvarinnar, smá gjöf fyrir frábæran árangur í keppninni. 

Til baka

Myndir með frétt

Hafa samband