Verðskrá haustsins sem birt var á dögunum sýnir það upphafsverð sem lagt er af stað með. Varðandi uppgjör þá hefur verið tekin ákvörðun að flýta greiðslum þannig að greitt verður fyrir ágúst slátrun 2. október og september slátrun 9. október og fyrir október slátrun 6. nóvember. Verðskránna má nálgast hér.
Sláturkostnaður fyrir heimtöku er 5.500 kr. á dilk. Veittur er 2.000 kr. afsláttur til þeirra sem leggja inn meira en 100 dilka, á fyrstu 15 dilkana í heimtöku. Afsláttur er gerður upp í lok sláturtíðar. Aukaafurðir fylgja ekki heimtöku. Sláturkostnaður vegna ærkjöts er 4.000 kr. á stk. Hafa ber í huga að ef beiðni fyrir heimtöku skilar sér ekki fyrr en sama dag og slátrað er eða eftir að slátrun á sér stað þá áskilur Kjötafurðastöðin sér þann rétt að verða ekki við heimtökunni.
Hægt er að panta fyrir heimtöku hér og skoða reglur um heimtöku hér.
Ýmislegt er hægt að kynna sér hér á heimasíðunni, t.d. opnunar og afgreiðslutíma, hvað hafa ber í huga fyrir flutning á fé til sláturhúss, hrútadaga og merkingar.
Fréttin hefur verið uppfærð
Til baka