Kaupfélag Skagfirðinga

Sláturtíð 2017 - vika 3

24.09.2017

Sláturtíð hefur farið ágætlega af stað.

Eitthvað er um að bændur séu að breyta fjölda á því sem pantað var fyrir og því sem þeir senda.

Endilega að láta vita sem fyrst um breytingar, svo hægt sé að hleypa öðrum að ef vantar uppí sláturtölu á daga.

 

Meðalþyngd eftir fyrstu 3 vikurnar er 16,72 kg. en eftir fyrstu þrjár í fyrra var hún 17,01 kg.

Búið er að slátra 41. þúsund fjár og er meðaleinkunn fyrir gerð 8,93 og 6,44 fyrir fitu.

Búið var að slátra 43. þúsund fjár og var þá meðaleinkunn fyrir gerð 9,12 og 6,72 fyrir fitu á fyrstu þremur vikunum í fyrra.

 

Við viljum minna bændur á að panta fyrir heimtöku, í síðasta lagi daginn fyrir slátrunina. Kynnið ykkur reglur um heimtöku hérna.

Eins viljum við benda á eins og fram kemur í afurðaverði til bænda að afsláttur vegna heimtöku er gerður upp að lokinni sláturtíð.

 

Svo að lokum bendum við á þægindi við notkun viðskiptavefsins en hægt er að skrá sig inn hvort heldur sem er með Íslykli eða rafrænu skilríki og nálgast þar bókaða vigtarseðla og afreikninga um leið og þeir hafa verið bókaðir. 

Til baka

Hafa samband