Sú ákvörðun hefur verið tekin að slátra ekki nautgripum í sláturtíð í Kjötafurðastöð KS.
B. Jensen, á Akureyri, mun þjónusta slátrun á meðan sauðfjárslátrun varir eða til lok október.
Síðasta nautgripaslátrunin fyrir sláturtíð, hjá KS, verður 3 sept. og er hún langt komin með að verða full. Þannig að endilega pantið tímanlega til að komast að seinnipart ágúst ef þið eruð með einhverja gripi sem að bíða. Strax eftir sláturtíð verður byrjað að slátra aftur hjá okkur og þá jafnframt byrjað á að slátra hrossum á Japansmarkað.
Hægt verður að panta fyrir nautgripaslátrun, vegna slátranna í sept. og okt., hjá Eriku í síma 660 5808 eða senda henni tölvupóst á erika@bjensen.is
Innlegg og afurðagreiðslur fara í gegnum B. Jensen. Afurðainnlegg er greitt út á föstudegi eftir sláturviku. Verðlista B. Jensen má finna inná www.naut.is
Pantanir fyrir hross og nautgripi sem á að slátra eftir sláturtíð, verður áfram hjá Eddu í síma 4554588 eða á netfangi edda.thordardottir@ks.is og hjá Svenna á Hvammstanga í síma 895 1147.
Til baka