Kaupfélag Skagfirðinga

Sláturtíð 2018

23.09.2018

Sláturtíð hófst 5. sept. síðastliðinn. Fór sláturtíð rólega af stað en búið er að slátra alls 35002 fjár.

Gerð dilka er með besta móti en það sem af er sláturtíð er gerðin 9,33 og einkunn fyrir fitu 6,46. Á sama tíma í fyrra var einkunn fyrir gerð 8,93 og fitu 6,44.

Meðalþyngd dilks, fyrstu þrjár vikurnar er 16,88 kg. en 16,72 kg. fyrstu þrjár í fyrra.

Enn og aftur biðjum við alla um að kynna sér reglur um heimtöku og koma heimtökuboðum í síðasta lagi degi fyrir slátrun í réttina. Ekki er unnt að verða við heimtöku þegar slátrun er af staðin.

Til baka

Hafa samband