Kaupfélag Skagfirðinga

Fimmta vika sláturtíðar

07.10.2018

Nú þegar 5 vikur eru búnar af sláturtíð er búið að slátra yfir 66. þús. fjár.

Meðalþyngd dilka er 16,76 kg. en 16,5 kg. á sama tíma í fyrra.

Enn er gerð dilka með því betra eða 9,17 og einkunn fyrir fitu 6,38. Í fyrra var einkunn fyrir gerð 8,99 og 6,35 fyrir fitu eftir fyrstu 5 vikurnar. 

Af gefnu tilefni viljum við minna bændur á að senda vottorð um geldingu, frá dýralækni, með sauðum sem sendir eru til slátrunar. Sjá má frekari upplýsingar um hrútadaga hér

Til baka

Hafa samband