Sex vikur af sláturtíð eru búnar og búið að slátra yfir 82. þúsund fjár. Meðalþyngd dilka er 16,74 kg. en 16,39 kg. á sama tíma í fyrra.
Meðalgildi gerðar er 9,19 og 6,39 fyrir fitu. Meðfylgjandi tafla er fyrir gerð og fitu eftir sex vikur, af sláturtíð, síðustu ára.
Ár | Hold | Fita |
2018 | 9,19 | 6,39 |
2017 | 9,04 | 6,32 |
2016 | 9,02 | 6,67 |
2015 | 8,99 | 6,60 |
2014 | 8,73 | 6,63 |
2013 | 8,54 | 6,62 |
2012 | 8,57 | 6,55 |
2011 | 8,76 | 6,66 |
2010 | 8,72 | 6,68 |
Enn minnum við bændur að láta vottorð um geldingu frá dýralækni fylgja með sauðum, til slátrunar og að koma skilaboðum, tímanlega, um heimtöku í rétt.
Til baka