Kaupfélag Skagfirðinga

Heimtaka sauðfjár

09.09.2019

Á þessum tímapunkti er gott að rifja upp reglur um heimtöku. Meðal annars þarf að taka skýrt fram hversu marga skrokka á að taka heim að hámarki ef beðið er um heimtöku á einhverjum sérstökum flokkum.

Starfsmenn réttarinnar draga ekki í sundur eftir númerum í heimtöku, nema þau séu auðkennd t.d. með spreyi á haus (bannað er að spreyja í gæruna).

Heimtökubeiðni verður að berast í síðasta lagi daginn áður en er slátrað, með bílstjóra, við afhendingu í rétt eða hafa samband við rétt í síma 455 4585 eða á rett@ks.is

Vinsamlegast kynnið ykkur reglur um heimtöku á sauðfé, sem má nálgast hér.

Til baka

Hafa samband