Sláturtíðin hefur gengið vel það sem af er og er búið að slátra 85. þúsund fjár þegar tvær vikur eru eftir af vertíðinni. Meðalþyngd dilks er 16,6, einkunn fyrir gerð er 9,31 og 6,25 fyrir fitu. Í fyrra endaði sláturtíðin í einkunn fyrir gerð 9,18 og 6,38 fyrir fitu og meðalþyngdin í 16,7 kg.
Enn eru laus pláss í slátrun í lok sláturtíðar. Hafið samband við Óla Viðar í síma 455 4593 eða sendið netpóst á oli.andresson@ks.is
Og að lokum minnum við á mikilvægi þess að hafa sauðfé tilbúið á umsömdum tíma þegar sótt er. Jafnframt að panta í síðasta lagi heimtöku daginn fyrir slátrun. Allar nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðunni undir Kjötafurðastöð.
Til baka