Kaupfélag Skagfirðinga

Folalda- og hrossaslátrun!

27.10.2019

Senn líður að folalda- og hrossaslátrun og þá borgar sig að vera með nokkur atriði á hreinu.

 

Öll hross, tryppi og folöld eldri en 10 mánaða verða að vera örmerkt.

 

Folöld sem senda á í slátrun verða að vera auðkennd og merkt móður samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár.

Ekki nægir að senda litalýsingu eina, þar sem alla jafna er það mikill fjöldi í slátrun að sú lýsing gæti átt við fleiri folöld.

Best er að númeramerkja folöldin og skrá svo númerið við móðurnúmer (IS númer eða örmerki móður) á fylgibréf.  

 

Mikið atriði er að vera tilbúin og búin að ganga frá merkingum áður en flutningsbíllinn kemur og jafnframt að ef folöldin eru mörg að vera búin að skrá allt á blað áður, sem er svo látið fylgja með fylgibréfinu á sláturhúsið.

Ekki þarf að senda númer örmerktra dýra með sláturbíl.

 

Sem fyrr þarf að gefa upp númerin á sláturgripum við pöntun, staðfestingu á slátrun eða í allra síðasta lagi fyrir hádegi síðasta virka dag fyrir slátrun. 

 

Þeir sem flytja sjálfir eru beðnir um að setja stíunúmerið, sem hross og folöld fara í, auk almennra upplýsinga s.s. innleggjanda, fjölda gripa o.s.frv., inná fylgiblaðið sem þeir kvitta á í fjósinu.

Til baka

Hafa samband