Kaupfélag Skagfirðinga

Sláturtíð 2020

27.08.2020

Sláturtíð er hafin og viljum við eins og oft áður fara yfir nokkur atriði varðandi komandi vertíð.

Fyrst og fremst ber að nefna að skoða fyrri frétt „Sláturtíð á tímum Kórónuveirufaraldurs“  hérna á heimasíðunni þar sem farið er yfir helstu breytingar sem gerðar hafa verið vegna Covid-19.

 

Afurðaverð hefur ekki verið gefið út fyrir haustið en álagsgreiðslur og greiðslufyrirkomulag er komið inn undir Afurðaverð til bænda.

Við hvetjum nýja innleggjendur að skrá  inn upplýsingar um nýja innleggjendur hér á heimasíðunni undir Kjötafurðastöð og fara yfir hvað ber að hafa í huga áður en fé er sent í sláturhús.

Vert er að rifja upp helstu atriði varðandi heimtöku undir Pöntun fyrir heimtöku og Reglur um heimtöku.

 

Ekki verður greitt fyrir fullorðna hrúta sem koma til slátrunar eftir 20. sept. Fullorðnar ær og geitur eru hins vegar ekki teknar í slátrun fyrr en eftir mánaðarmótin sept/okt. Hægt er að gera undantekningu frá því út af sérstökum ástæðum og skal þá hafa samband við Óla Viðar oli.andresson@ks.is eða í síma 455 4593 varðandi það.

 

Við minnum jafnframt á að vottorð um geldingu frá dýralækni þarfa að senda áður en sláturdagur rennur upp, á netfangið rett@ks.is

Hrútadagar og merkingar sauðfjár má finna undir Pöntun fyrir sauðfjárslátrun.

 

Alla vigtarseðla og afreikninga má finna inná Viðskiptavef KS, ásamt stöðu á viðskiptareikningi. Hægt er að senda tölvupóst á gjaldkeri@ks.is eða hringja í síma 455 4500 til að óska eftir greiðslu á sauðfjárinnleggi.

 

Til baka

Hafa samband