Kaupfélag Skagfirðinga

Jafnlaunavottun

13.01.2021

Kaupfélag Skagfirðinga svf. lauk í desember síðastliðnum innleiðingu á jafnlaunakerfi fyrir félagið og öðlaðist í framhaldinu jafnlaunavottun frá iCert vottunarstofu skv. Jafnlaunastaðli ÍST 85. Félagið hefur lagt mikla vinnu í að koma upp metnaðarfullu jafnlaunakerfi, með því meðal annars að móta verkferla, jafnlaunastefnu og jafnréttisáætlun. Er það gert í þeim tilgangi að innleiða verklag sem tryggir öllum starfsmönnum jöfn laun fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf. Ennfremur tryggir það að ákvarðnir um laun og önnur kjör byggi ávallt á málefnalegum sjónarmiðum og fyrirbyggi þannig beinan og óbeinan launamun kynjanna. Félagið hefur með þessu skuldbundið sig til að viðhalda jafnlaunakerfinu og ástunda stöðugt umbótastarf.

Með þessari vottun er Kaupfélag Skagfirðinga að framfylgja lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og gildir hún til ársloka 2023.

Umsjón með innleiðingu jafnlaunakerfisins fyrir hönd KS sáu þær Kristjana Jónsdóttir forstöðumaður reikningshalds og Helga Jónína Guðmundsdóttir deildarstjóri starfsmannahalds í samvinnu við Attentus, Mannauður & Ráðgjöf.

Til baka

Hafa samband