Kaupfélag Skagfirðinga

Smákálfaslátrun og heimtaka stórgripa

12.08.2022

Sláturtíð fer senn í hönd og þá breytast stórgripaslátranir lítillega.

Síðasta smákálfaslátrunin fyrir sláturtíð er mánudaginn 5. September. En þá viku færist stórgripaslátrunin af þriðjudeginum yfir á mánudag. Sauðfjárslátrunin hefst á þriðjudeginum. Næsta smákálfaslátrun þar á eftir verður auglýst síðar.

Minnum við bændur á að skila inn númerum fyrir smákálfa í síðasta lagi fyrir hádegi á föstudegi fyrir sláturdag.

 

Ekki verður boðið uppá heimtöku stórgripa í sláturtíð, þannig síðasti séns fyrir heimtökugrip er mánudaginn 5 sept.

 

Nautgripum verður slátrað í sláturtíð en þá færast slátranirnar yfir á laugardaga. Sem fyrr, þá hafið sambandi á bondi@ks.is með pantanir og númer.

Ekki verður tekið á móti hrossum í slátrun í sláturtíð en hrossa og folaldaslátrun fer á fullt eftir sauðfjárvertíðina að vanda og því best að panta tímanlega. 

Til baka

Hafa samband