Slátrun er í fullum gangi á hrossum og folöldum og ætlunin að vera búin að slátra mest öllu fyrir miðjan Desember. Hægt er að bæta við í nautgripaslátranir og um að gera að panta tímanlega fyrir hvoru tveggja.
Kynnið ykkur reglur um merkingar gripa og útfyllingu fylgiskjala og fylgibréfa sem má finna hér á heimasíðunni undir Pöntun fyrir stórgripaslátrun.
Allir nýjir innleggjendur og eða ef innleggjandi er með breyttar upplýsingar s.s. heimili, búsnúmer, virðisaukaskattnúmer að senda upplýsingar inn fyrir slátrun.
Nauðsynlegt er að láta vita um smákálfa sem eiga að koma í slátrun og gildir sama regla um innsendingu einstaklingsnúmera eins og á öðrum stórgripum.