Skip to main content
FréttirKjötafurðastöð

Verðbreytingar á nautgripakjöti

Settir hafa verið upp nýir þyngdarflokkar fyrir naut og ungneyti sem eru yfir 300 kg.

Nýr verðflokkur er 5% hærri en flokkurinn 260-299 kg. Viljum við með þessu verðlauna þá bændur sérstaklega sem skila inn góðum gripum sem henta vel til vinnslu.

Einnig verður sú breyting að 10% álag greiðist á alla gripi undir 300 kg og 16% á gripi yfir þeim þunga sem lagðir eru inn hjá KS og fara í fullvinnslu til Esju Gæðafæðis. Álagið er greitt út samhliða og innlegg.