Búið er að setja inn greiðslufyrirkomulag haustsins, gjöld og hvernig álagsgreiðslum verður háttað, sem nálgast má undir Afurðaverð til bænda, sauðfé.
Verðskrá haustsins liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Áætlað er að fyrsti sláturdagur verði miðvikudaginn 4. sept. Niðurjöfnun verður í höndunum á Einari Kára Magnússyni, sem verður með síma 825 4588. En það má senda honum tölvupóst á einar.magnusson@ks.is eða einfaldlega senda inn pöntun fyrir sauðfé hérna.
Nýjir innleggjendur eru hvattir til að senda inn upplýsingar inná Nýr innleggjandi og kynna sér jafnframt reglur, s.s. um hrútadaga, geldingavottorð, um heimtöku, hvað skal hafa í huga fyrir flutningu sauðfjár o.fl. undir Upplýsingar.