Skip to main content

Dilkar eru talsvert betur gerðir og þyngri en á sama tíma og í fyrra. Nú þegar að sláturtíð er um það bil hálfnuð þá er meðalþyngd dilks 17,29 kg. en 16,96 á sama tíma í fyrra. Gerð er 9,63 og fita 6,89.

Enn er pláss á daga í slátrun og um að gera að hafa samband við Óla Viðar í síma 455 4593 eða senda póst á oli.andresson@ks.is

Minnum fólk á að vera með heimtökuatriði á hreinu og geldingar, en allar upplýsingar má finna hérna á heimasíðunni.