Ágæti innleggjandi
Nú er að hefjast sláturtíð og þá er ekki úr vegi að rifja upp og kynna sér reglur, s.s. eins og reglur um heimtöku, örmerki og geldingavottorð svo eitthvað sé nefnt.
Mikið af upplýsingum má finna undir flipanum Upplýsingar í Kjötafurðastöðinni.
Gott er að nýir innleggjendur kynni sér sérstaklega hvað ber að hafa í huga fyrir flutning sem og senda allar upplýsingar um nýja innleggjandann.
Alltaf borgar sig að vera í tíma með pöntun fyrir innlegg og heimtöku.
Öll helstu símanúmer má finna undir flipanum Kjötafurðastöð.