Merkingar stórgripa skulu vera í samræmi við lög og reglur kynntar af Matvælastofnun og eru ávallt á ábyrgð bónda/eiganda gripanna.
Nauðsynlegt er að fylla út fylgibréf sem fylgir sláturgrip í gegnum slátrunina. Þar sem kemur fram hver innleggjandi er, hvenær hann kom í fjósið, í hvaða stíu hann var settur og undirskrift innleggjanda/ábyrgðarmanns.
Fylgibréf eru í tvíriti. Hvíta blaðið er skilið eftir í fjósi sláturhússins en gula afritið er fyrir innleggjandann.
Nauðsynlegt er að þekkja reglugerðir um merkingar stórgripa, sem má kynna sér hér á heimasíðunni.
Útfylling Fylgibréfs stórgripa:
- Skrá þarf hver innleggjandi er og frá hvaða bæ gripurinn kemur auk þessa að setja kennitölu á fylgibréfið. Nýjir innleggjendur fylla út form sem finna má hér á heimasíðunni undir Nýr innleggjandi, þar sem allar nauðsynlegar upplýsingar koma fram sem þarf að gefa upp fyrir slátrun.
- Skrá þarf hver flytur.
- Skrá þarf dags flutnings og klukkan hvað er sett á bíl og tekið af í fjósi sláturhússins.
- Skrá þarf fjölda gripa.
- Skrá þarf einstaklingsnúmer grips (eða merking folalds). Hægt er að sleppa þessum hluta á fylgibréfi og setja bara fjölda folalda í staðin ef fylgiskjal fylgir slátruninni um merkingar (sjá nánar á heimasíðunni undir Merkingar stórgripa).
- Skrá í hvaða stíu gripurinn fór (númer stíu má finna við púlt í fjósi, ef ekki hangir númer á stíunni).
- Merkja skal með x við hvaða tegund af grip er komið með. K (kýr & kvígur), N (naut & uxar), S (smákálfar), H (hross), T (tryppi), F (folald).
- Merkja við ef um heimtöku er að ræða. Kynnið ykkur upplýsingar um heimtöku á stórgripum undir Afurðaverð til bænda undir Nautgripir og Hross.
- Athugasemdir ef einhverjar eru.
- Skylda er að staðfesta með undirskrift á fylgibréfi að gripir séu heilbrigðir og að engar opinberar takmarkanir séu sem hindri flutning gripa frá býli.
Nautgripabændur geta fengið fylgibréfabækur til að hafa heima við til útfyllingar. Hægt er að fá bók hjá bílstjóra eða í Kjötafurðastöðinni.