Skip to main content

Merkingar stórgripa

Merkingar stórgripa skulu vera í samræmi við lög og reglur kynntar af Matvælastofnun og eru ávallt á ábyrgð bónda/eiganda gripanna.
Númer sláturgripa þarf að gefa upp þegar gengið er frá sláturdegi.
  • Nálgast má reglugerð um merkingar búfjár á heimasíðu MAST. Þar sem tekið er skýrt fram að merkja skuli alla nautgripi sem eru á ábyrgð umráðamanns til að tryggja rekjanleika búfjárafurða frá upprunahjörð. Að kálfa skuli merkja með plötumerki í bæði eyru innan við 20 daga frá fæðingu. Að eigandi er umráðamaður yfir hrossum nema annað sé tekið fram og ber ábyrgð á skráningu hrossa í sinni eigu/umsjá og að þau séu örmerkt. Allar nánari upplýsingar eru inná heimasíðu MAST.
  • Einstaklingsnúmer nautgrips þarf að fylgja með sláturpöntun, alls 11 tölustafir (búsnúmer 7 + númer grips 4).
  • Ekki þarf að panta fyrir smákálfa í slátrun en senda þarf inn eða hringja inn einstaklingsnúmerið á sama máta og gert er fyrir aðra stórgripi á tilsettum tíma fyrir slátrun.
  • Örmerki þarf að fylgja með pöntun fyrir hross og tryppi í slátrun og fæðingarnúmer móður með folöldum. Ekki þarf að örmerkja folöld upp að 10 mánaða aldri en folöld fyrir 10 mánaða aldur, skulu auðkennd þannig að fæðingarnúmer móður sé gefið upp við slátrun. Tryggja þarf rekjanleika folalda við móðurnúmer á óyggjandi hátt t.a.m. með því að hengja merki um háls folalds sem inniheldur bókstafi og eða tölustafi, sem skráð er svo á fylgiskjali við móðurnúmer (IS númer móður), sem er svo látið fylgja með til slátrunar. Með öllu er óheimilt að spreyja á húð folalds til auðkenningar.
  • Hugmynd af fylgiskjali með folöldum