Jafnréttisáætlun Kaupfélags Skagfirðinga svf.
Jafnréttisáætlun Kaupfélags Skagfirðinga svf. (KS) er ætlað að tryggja jafnrétti og sömu tækifæri fyrir alla starfsmenn til að nýta hæfileika sína í starfi, óháð kyni og öðru er kann að greina þá að. Lögð er áhersla á að bæði stjórnendur og starfsmenn séu meðvitaðir um mikilvægi jafnréttis í daglegum störfum, við stefnumótun og ákvarðanatöku.
Jafnréttisáætlunin gildir fyrir alla starfsmenn KS. Félagið leggur metnað sinn í að vera fyrirmyndar fyrirtæki og gæta jafnréttis milli starfsmanna.
Jafnréttisáætlun Kaupfélags Skagfirðinga svf. tekur gildi 10.08.2020 og verður endurskoðuð árlega samhliða jafnlaunakerfi. Áætlunin er gerð til samræmis við lög nr. 10/2008.
KS hefur hafið vinnu til að öðlast jafnlaunavottun og mun lokaúttekt fara fram í desember 2020.
Launajafnrétti
Starfsmönnum skal greiða jöfn laun og veita sömu kjör fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir alla starfsmenn.
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
Ákvörðun launa og starfskjara skal ekki fela í sér mismunun af neinu tagi. | Árlega skulu laun og kjör starfsmanna greind með launagreiningu sem framkvæmd er samhliða jafnlaunaúttekt. | Aðstoðarkaupfélagsstjóri | Fyrir septemberlok, ár hvert. |
Markmið Kaupfélags Skagfirðinga er að hafa sem minnstan mun á launum kynjanna, eða innan við ± 2%. | Innleiðing jafnlaunakerfis og markvisst umbótastarf. | Aðstoðarkaupfélagsstjóri
Allir sem koma að launaákvörðunum |
Fyrir september 2021. |
Að yfirvinna standi jafnt konum og körlum til boða og jafnframt séu þeir sem ekki sjá sér fært að sinna yfirvinnu ekki látnir gjalda þess. | Gefa öllu starfsfólki kost á að vinna yfirvinnu. | Yfirmenn deilda | Þegar slíkar aðstæður koma upp. |
Laus störf og framgangur í starfi
Störf sem laus eru til umsóknar standa öllum jafnt til boða. Jafnréttissjónarmið eru metin til jafns við önnur sjónarmið við ráðningar.
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
Laus störf standa öllum til boða og allir, sem starfinu valda, hvattir til að sækja um, óháð kyni. | Auglýsingar skulu ókyngreindar og það kyn er hallar á í starfshópnum hvatt til að sækjast eftir starfinu. | Aðstoðarkaupfélagsstjóri
Yfirmenn deilda |
Þegar störf eru laus. |
Allir starfsmenn, óháð kyni, njóta sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar. Einnig til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf. | Að veita starfsmönnum svigrúm til að auka og halda við þekkingu.
Stjórnendur skulu hvetja alla starfsmenn til að afla sér aukinnar þekkingar. Fræðslu-/upplýsingafundur haldinn með yfirmönnum deilda. |
Deildarstjóri starfsmannahalds Yfirmenn deilda | Fræðslufundur fyrir lok nóvember ár hvert.
|
Samræming fjölskyldu- og starfsábyrgðar
Leitast skal við að gera starfsmönnum kleift að samræma sem best fjölskyldu- og starfsábyrgð. KS leitast við að koma til móts við starfsmenn komi til óviðráðanlegra fjölskylduaðstæðna, svo sem langvarandi veikinda eða dauðsfalls. Þessar aðstæður mega ekki hafa áhrif á ákvarðanir um framgang í starfi.
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
Vinnutími sé fyrirfram ákveðinn, svo samræma megi fjölskyldu- og starfsábyrgð. | Gefa starfsmönnum kost á sveigjanlegum vinnutíma, þar sem hægt er að koma því við. | Yfirmenn deilda | Þegar ráðning á sér stað og á starfstíma. |
Að þeir sem rétt eigi til foreldra- og fæðingarorlofs, ásamt því að sinna veikum börnum geti gert það. | Starfsmönnum séu kynnt þessi réttindi við ráðningu og/eða þegar svo ber undir. | Yfirmenn deilda | Þegar slíkar aðstæður koma upp. |
Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg áreitni og einelti
Allir starfsmenn KS eiga skilið að komið sé fram við þá af sanngirni og virðingu. Leitast skal við að starfsumhverfið stuðli að öryggi og vellíðan starfsmanna. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni, einelti og önnur óæskileg hegðun verður ekki liðin. Stjórnendum ber skylda til að taka á öllum málum sem upp kunna að koma og fylgja verklagsreglum sem um slíkt athæfi gildir.
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og önnur óæskileg hegðun af öllu tagi verður ekki liðin hjá KS. | Verklagsreglum sem settar hafa verið skal fylgt í hvívetna berist kvörtun og/eða ábending og leitað til fagaðila ef þurfa þykir.
Unnin verði forvarnaráætlun. Starfsmenn fái fræðslu um forvarnir og aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðirslegri áreitni. |
Aðstoðarkaupfélags-stjóri
Deildarstjóri starfsmannahalds |
Við upphaf starfs skal starfsmanni kynnt viðbragðsáætlun og stefna KS í málum sem snúa að einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni á vinnustað. |
Eftirfylgni og endurskoðun
Aðstoðarkaupfélagsstjóri ber ábyrgð á að jafnréttisáætlun sé fylgt eftir. Samhliða árlegri úttekt á jafnlaunakerfi skal jafnréttisáætlunin yfirfarin og framkvæmd hennar innan félagsins metin. Greint er hvernig þróun launa karla og kvenna hefur verið. Niðurstöður skulu kynntar fyrir stjórn og stjórnendum félagsins og aðgerðaráætlun næsta árs kynnt.
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
Jafnréttisáætlunin skal endurskoðuð árlega samhliða úttekt á jafnlaunakerfi. | Samhliða árlegri úttekt á jafnlaunakerfi skal framkvæma launagreiningu fyrir liðið ár. Niðurstaðan kynnt fyrir stjórn og stjórnendum félagsins með formlegum hætti. Ef frávik eru skal brugðist við þeim og bætt úr. | Aðstoðarkaupfélagsstjóri
|
Fyrir lok september ár hvert. |
Að allir starfsmenn KS séu meðvitaðir um stefnu félagsins í jafnréttismálum. | Að upplýsa starfsmenn með reglubundnum hætti. Fræðsluefni á hvern vinnustað. | Deildarstjóri starfsmannahalds Yfirmenn deilda | Fræðslufundur fyrir lok nóvember ár hvert.
|