Kaupfélag Skagfirðinga

Stjórn félagsins

Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag og starfar skv. lögum um þau. Félagið er deildaskipt og miðast mörk deildanna að mestu við þau sveitarfélög er voru í Skagafirði fyrir árið 1998. Deildir kjósa fulltrúa á aðalfund, einn fyrir hverja 25 félagsmenn, en þó kveða samþykktir félagsins á um að það getur engin ein deild átt meirihluta fulltrúa á aðalfundi. Á aðalfundi er rætt um rekstur félagsins, reikningar þess fyrir liðið ár afgreiddir og markaðar meginlínur um framtíðarumsvif. Aðalfundur kýs síðan félaginu 7 manna stjórn, sem fer með æðsta vald í félaginu milli aðalfunda. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Stjórnarmenn eru kjörnir til þriggja ára í senn, en hún er aldrei endurkjörin öll í einu. Varamenn eru þrír.

 

Stjórn KS

Bjarni Maronsson stjórnarformaður, Varmahlíð
Herdís Á. Sæmundardóttir varaformaður, Sauðárkróki
Örn Þórarinsson ritari, Ökrum
Guðrún Sighvatsdóttir, Sauðárkróki
Pétur Pétursson, Sauðárkróki
Sigríður Gunnarsdóttir, Sauðárkróki
Þorleifur Hólmsteinsson, Þorleifsstöðum

Varamenn í stjórn 

Hjörtur Geirmundsson, Sauðárkróki
Viggó Jónsson, Sauðárkróki
Gunnar Þ. Gestsson, Sauðárkróki


 

Afurðastöðvar

Fyrir afurðastöðvar félagsins eru ráðgefandi stjórnarnefndir, sem gera tillögur til aðalstjórnar um rekstur og starfstilhögun afurðastöðvanna. Í Sláturhússráði sitja fimm manns, þrír kjörnir af aðalfundi KS, einn kjörinn af stjórn og kaupfélagsstjóri á hverjum tíma er síðan sjálfkjörinn. Í Samlagsráði sitja sömuleiðis fimm manns, þrír kjörnir á ársfundi samlagsins, sem haldinn er árlega í samvinnu við ársfund félags kúabænda í Skagafirði, einn kjörinn af stjórn KS og síðan er kaupfélagsstjóri sjálfkjörinn í ráðið.

 

Samlagsráð

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, formaður
Þorleifur Hólmsteinsson, Þorleifsstöðum
Ómar Björn Jensson, Gili
Hrefna Hafsteinsdóttir, Hóli
María Jóhannsdóttir, Kúskerpi

 

Sláturhússráð

Þórólfur Gíslason, kaupfélagssstjóri, formaður
Örn Þórarinsson, Ökrum
Andrés H. Helgason, Tungu
Merete Rabølle, Hrauni
Þórarinn Leifsson, Keldudal



Menningarsjóður KS

Menningarsjóðurinn var stofnaður á aðalfundi KS vorið 1963. Sjóðurinn hefur styrkt margskonar menningarstarfsemi í Skagafirði gegn um árin. Má þar nefna styrki til kóra og annarra tónlistarstarfsemi, leikfélaga, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og styrki til listamanna. Á fjörutíu ára afmæli sjóðsins ákvað stjórnin að taka upp sérstakar viðurkenningar með fjárframlagi til  þeirra verkefna, sem teljast sérstaklega markverð og þýðingarmikil fyrir menningar- og félagslíf í Skagafirði og nefnist styrkurinn Skagfirskt Framtak.


Stjórn Menningarsjóðs KS

Bjarni Maronsson, formaður
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri
Einar Gíslason
Efemía Björnsdóttir
Inga Valdís Tómasdóttir

Hafa samband