Skip to main content

Stjórn félagsins

Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag og starfar skv. lögum um þau. Félagið er deildaskipt og miðast mörk deildanna að mestu við þau sveitarfélög er voru í Skagafirði fyrir árið 1998. Deildir kjósa fulltrúa á aðalfund, einn fyrir hverja 25 félagsmenn, en þó kveða samþykktir félagsins á um að það getur engin ein deild átt meirihluta fulltrúa á aðalfundi. Á aðalfundi er rætt um rekstur félagsins, reikningar þess fyrir liðið ár afgreiddir og markaðar meginlínur um framtíðarumsvif. Aðalfundur kýs síðan félaginu 7 manna stjórn, sem fer með æðsta vald í félaginu milli aðalfunda. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Stjórnarmenn eru kjörnir til þriggja ára í senn, en hún er aldrei endurkjörin öll í einu. Varamenn eru þrír.

 

Stjórn KS

Bjarni Maronsson stjórnarformaður, Varmahlíð
Herdís Á. Sæmundardóttir varaformaður, Sauðárkróki
Sigríður Gunnarsdóttir ritari, Nautabú
Atli Már Traustason, Ytri-Hofdölum
Hjörtur Geirmundsson, Sauðárkróki
Þorleifur Hólmsteinsson, Þorleifsstöðum
Ásta Pálmadóttir, Sauðárkróki

Varamenn í stjórn

Guðrún Lárusdóttir, Keldudal
Ingi Björn Árnason, Marbæli
Viggó Jónsson, Sauðárkróki

Afurðastöðvar

Fyrir afurðastöðvar félagsins eru ráðgefandi stjórnarnefndir, sem gera tillögur til aðalstjórnar um rekstur og starfstilhögun afurðastöðvanna. Í Sláturhússráði sitja fimm manns, þrír kjörnir af aðalfundi KS, einn kjörinn af stjórn og kaupfélagsstjóri á hverjum tíma er síðan sjálfkjörinn. Í Samlagsráði sitja sömuleiðis fimm manns, þrír kjörnir á ársfundi samlagsins, sem haldinn er árlega í samvinnu við ársfund félags kúabænda í Skagafirði, einn kjörinn af stjórn KS og síðan er kaupfélagsstjóri sjálfkjörinn í ráðið.

 

Samlagsráð

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, formaður
Þorleifur Hólmsteinsson, Þorleifsstöðum
Guðríður Magnúsdóttir, Viðvík
Hrefna Hafsteinsdóttir, Hóli
María Jóhannsdóttir, Kúskerpi

 

Sláturhússráð

Þórólfur Gíslason, kaupfélagssstjóri, formaður
Atli Már Traustason, Syðri-Hofdölum
Andrés H. Helgason, Tungu
Sveinfríður Jónsdóttir, Gauksstöðum
Þórarinn Leifsson, Keldudal

Menningarsjóður KS

Menningarsjóðurinn var stofnaður á aðalfundi KS vorið 1963. Sjóðurinn hefur styrkt margskonar menningarstarfsemi í Skagafirði gegn um árin. Má þar nefna styrki til kóra og annarra tónlistarstarfsemi, leikfélaga, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og styrki til listamanna. Á fjörutíu ára afmæli sjóðsins ákvað stjórnin að taka upp sérstakar viðurkenningar með fjárframlagi til  þeirra verkefna, sem teljast sérstaklega markverð og þýðingarmikil fyrir menningar- og félagslíf í Skagafirði og nefnist styrkurinn Skagfirskt Framtak.

Stjórn Menningarsjóðs KS

Bjarni Maronsson, formaður
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri
Einar Gíslason
Efemía Björnsdóttir
Inga Valdís Tómasdóttir