Samþykktir
fyrir Kaupfélag Skagfirðinga
I. kafli
Heiti félagsins, markmið og starfssvæði
1. grein
Félagið heitir
Kaupfélag Skagfirðinga, skammstafað KS. Heimili þess og
2. grein
Tilgangur félagsins er:
a) Að annast á sem hagfelldastan hátt hverskonar viðskipti og þjónustu fyrir félagsmenn og aðra, svo sem nánar er kveðið á um í samþykktum þessum eða aðalfundur félagsins ákveður á hverjum tíma.
b) Að efla atvinnulíf í héraðinu með beinni eða óbeinni þátttöku félagsins, svo sem stjórn þess og aðalfundur telja henta hverju sinni.
c) Að styrkja framtíð félagsins með því að treysta fjárhag þess.
d) Að viðhalda og útbreiða þekkingu almennings á samvinnustefnu og aðferðum hennar við að leysa félagsleg viðfangsefni.
3. grein
Starfssvæði félagsins nær yfir Skagafjarðarhérað.
II. kafli
Aðild og ábyrgð félagsmanna
4. grein
Inngöngu í félagið fá konur og karlar, sem eru fjárráða og undirrita yfirlýsingu um að þeir hlíti samþykktum félagsins. Ófjárráða fólk, 14 ára og eldra, getur fengið inngöngu fái það ábyrgðarmann, sem kaupfélagsstjóri metur gildan. Við inngöngu í félagið greiða menn aðildargjald, sem aðalfundur ákveður árlega. Þeir, sem eru fullgildir félagar í öðrum kaupfélögum, geta verið aukafélagar í KS og njóta þá annarra félagsréttinda en kosningarréttar og kjörgengis á félagsfundum.
5. grein
Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og sendist aðalskrifstofu þess. Tilkynna ber á sama hátt ef félagsmaður flyst brott af félagssvæðinu.
6. grein
Félagsmenn bera ekki fjárhagslega ábyrgð á félaginu og skuldbindingum þess nema með eignaraðild að sjóðum félagsins og greiðslu aðildargjalds.
7. grein
Hver sá, sem segir sig úr félaginu eða fer úr því á annan hátt, svo og bú þess sem fellur frá, ber ábyrgð á öllum skuldbindingum þess, sbr. 6. grein, ásamt félagsmönnum og samkvæmt samþykktum þessum og samvinnulögum, uns reikningar félagsins fyrir yfirstandandi ár eru fullgerðir og endurskoðaðir. Sýni reikningar tekjuafgang eða halla í félaginu, tekur hann þátt í hvoru fyrir sig eins og aðrir félagsmenn.
8. grein
Gangi félagsmaður úr félaginu á hann ekkert tilkall til varasjóðs eða annarra sameigna félagsins. Aftur á móti á hann eða erfingjar hans rétt á að fá útborgaðar séreignir, svo sem stofnsjóðseign félagsmanns eftir þeim reglum, sem um það gilda, sbr. 22. grein. En standi stofnsjóðsinnstæða hans inni í félaginu, hvort heldur af því að hún er eigi fallin til útborgunar eða af því að hann hefur látið hana standa óhreyfða, getur hann fengið inngöngu aftur í félagið án þess að greiða aðildargjald að nýju.
9. grein
Félagsstjórn lætur
halda félagaskrá, sem
10. grein
Ef félagsmaður vísvitandi vinnur gegn hagsmunum félagsins eða brýtur gegn ákvæðum laga nr. 22/1991 um samvinnufélög með síðari breytingum, getur stjórnin vísað honum úr félaginu.
Félagsmaður, sem gerður er brottrækur, getur skotið máli sínu til næsta aðalfundar félagsins til úrskurðar.
III.
kafli
Skipulag félagsins, félagsfundir og stjórnarkjör
11. grein
Félagið skiptist í deildir eftir sveitarfélögum á félagssvæðinu, eins og sveitarfélagaskipan var í desember 1997 fyrir sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði. Skrá skal félaga í deild þar sem hann er búsettur.
Ekki geta færri en 10 félagsmenn myndað félagsdeild. Á aðalskrifstofu félagsins er haldin félagaskrá eftir deildum, og miðast kjör fulltrúa á aðalfund KS við félagsmannatölu deildar um næstu áramót á undan aðalfundi hennar.
12. grein
Í hverri félagsdeild
er árlega haldinn aðalfundur á undan aðalfundi félagsins og aukafundir þá er
deildarstjóri telur þörf á eða fjórði hluti deildarmanna eða fleiri óska.
Fundur er lögmætur ef hann er boðaður með minnst 6 sólarhringa fyrir
Á
aðalfundi deildar eru rædd deildarmálefni og hver önnur félagsmál, sem heyra
undir álit og tillögur deildarmanna. Einnig eru á aðalfundi deildar ræddar allar
tillögur um breytingar á samþykktum
þessum áður en þær koma fyrir aðalfund til afgreiðslu. Á aðalfundi
deildar gerir kaupfélagsstjóri, eða annar er hann setur til þess, grein fyrir
hag félagsins, breytingum á félagsmannatölu og gefur aðrar þær upplýsingar, er
ætla má að
Á deildarfundum hafa allir deildarmenn málfrelsi og tillögurétt. Deildarmaður getur gefið öðrum umboð til þess að fara með atkvæði sitt. Fulltrúar félagsstjórnar hafa rétt til að mæta á deildarfundum og taka þátt í umræðum.
13. grein
Á aðalfundi deildar
er kosinn deildarstjóri og
14. grein
Störf deildarstjóra eru einkum þessi:
Hann
boðar fundi í deildinni og stjórnar þeim og ber þar upp þau málefni, er
deildarmenn
Hann rekur erindi, er félagsstjórn eða framkvæmdastjóri fela honum í umboði félagsins innan deildarinnar.
Fyrir störf sín fær deildarstjóri hæfilega þóknun, er félagið greiðir honum samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni. Einnig ber að endurgreiða honum sannanlega útlagðan kostnað við störf sín.
15. grein
Hver deild sendir
fulltrúa á félagsfundi. Deildarstjóri er sjálfkjörinn, en auk hans er á hverjum
aðalfundi deildar kosinn einn fulltrúi fyrir hverja 25 félagsmenn. Þegar 5 eða
fleiri eru fram yfir þá félagatölu deildar, sem deilanleg er með 25, er bætt
við einum fulltrúa. Félagsdeild, sem hefur færri en 25 félagsmenn, kýs þó
fulltrúa. Tölu fulltrúa skal takmarka þannig, að ein deild geti aldrei haft
hreinan meirihluta á félagsfundi. Á aðalfundum deildar þarf einnig að kjósa
16. grein
Aðalfundur er
æðsta vald í málefnum félagsins og tekur þær ák
Á félagsfundi eiga sæti með málfrelsi og tillögurétti, auk kjörinna fulltrúa deilda, félagsstjórn, framkvæmdastjóri og skoðunarmenn ásamt löggiltum endurskoðanda félagsins. Ennfremur hafa félagsmenn aðgang að félagsfundum. Fulltrúar eiga þó einir atkvæðisrétt og er hann jafn fyrir alla fulltrúa. Úrslitum mála á félagsfundum ræður afl atkvæða, nema þar sem lög eða samþykktir þessar kveða á um aukinn meirihluta. Tillaga telst fallin á jöfnum atkvæðum, en hlutkesti skal ráða við kjör í stjórn og nefndir, falli atkvæði jöfn.
Á aðalfundi skal taka fyrir eftirfarandi mál:
Skýrslu stjórnar.
Skýrslu framkvæmdastjóra.
Skýrslu skoðunarmanna og endurskoðanda.
Ársreikninga félagsins.
Tillögur stjórnar og félagsdeilda.
Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar eða taps.
Ákvörðun um laun stjórnar og skoðunarmanna.
Kosningar stjórnar, skoðunarmanna, fulltrúa á aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga og í þær nefndir og ráð, sem aðalfundur kýs.
Umræður og fyrirspurnir um þau mál önnur, sem löglega eru fram borin á fundinum.
Hver félagsmaður á rétt á því að fá mál tekið til meðferðar á félagsfundum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til félagsstjórnar með það miklum fyrirvara, að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Mál, sem ekki hafa verið greind í dagskrá félagsfundar, er ekki hægt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum, en gera má um það ályktun til leiðbeiningar fyrir félagsstjórn.
Fundargerðir eru ritaðar í sérstaka fundargerðabók. Að venjulegum fundarstörfum loknum er fundargerðin lesin upp og lýst eftir athugasemdum. Loks er fundargerð undirrituð af riturum og fundarstjóra.
Stjórn félagsins setur félagsfundum reglur um fundarsköp, sem öðlast gildi að fengnu samþykki aðalfundar.
17. grein
Stjórn félagsins
skipa 7 menn, sem aðalfundur kýs til þriggja ára í senn. Á aðalfundi eru
ennfremur kosnir 3
Stjórnin
kýs formann,
Stjórnin boðar til félagsfunda og undirbýr fundarmálefni, framkvæmir fundarályktanir og annast stjórn félagsins milli funda. Hún leggur fyrir aðalfund til úrskurðar endurskoðaða reikninga félagsins fyrir næstliðið reikningsár. Hún hefur eftirlit með eignum félagsins, gætir hagsmuna þess í öllum greinum og leitar til þess ef þörf krefur þeirra leiða, er lög heimila.
Laun stjórnar eru ákveðin af aðalfundi.
18. grein
Stjórn
félagsins ræður framkvæmdastjóra, felur honum daglegan rekstur félagsins og þau
af störfum sínum, er henni þykir henta og lög heimila. Stjórnin gerir
skriflegan samning við framkvæmdastjóra um starfssvið hans og kjör. Skal
samningur sá vera uppsegjanlegur af beggja hálfu með sex mánaða fyrir
Framkvæmdastjóri
ræður annað starfslið félagsins og segir því upp störfum. Hann hefur samráð við
stjórn félagsins um ráðningu í stjórnunarstöður. Framkvæmdastjóri hefur ekki
heimild til ráðstafana, er teljast óvenjulegar eða mikilsháttar án samráðs við
stjórn félagsins, nema ekki sé unnt að bíða ák
Framkvæmdastjóri gerir ár hvert aðalfundi grein fyrir störfum sínum og stjórninni, hvenær sem hún óskar þess. Hann eða sá, sem hann setur til þess, mætir á aðalfundi deilda og gerir þar grein fyrir hag félagsins sbr. 12. grein samþykkta þessara.
19. grein
Aðalfundur
velur félaginu tvo skoðunarmenn reikninga og einn löggiltan endurskoðanda eða
endurskoðunarfélag í samræmi við 21. grein laga nr. 22/1991 með síðari
breytingum. Endurskoðendur og skoðunarmenn
kanna reikningshald félagsins, meðferð fjármuna þess og annað, er að
góðri endurskoðunarvenju lýtur. Skoðunarmenn séu félagsmenn, en mega ekki vera
í stjórn félagsins eða gegna ábyrgðarstöðum innan þess. Þeir skulu vera fjár
síns ráðandi og lögráða. Kjör skoðunarmanna gildir til tveggja ára í senn. Með
sömu skilyrðum eru kjörnir tveir
Um störf skoðunnarmanna og endurskoðanda gilda að öðru leyti ákvæði laga nr. 3/2006 um ársreikninga með síðari breytingum.
IV. kafli
Ársreikningur félagsins og ársskýrsla stjórnar
20. grein
Reikningsár
félagsins er almanaksárið. Stjórnin skal í samræmi við ákvæði laga nr. 3/2006
um ársreikninga með síðari breytingum láta semja ársreikning fyrir hvert
reikningsár ásamt samstæðureikningi fyrir KS og þau félög, sem það er eigandi
að með þeim hætti, að eignaraðildin geti haft úrslitaáhrif á töku ák
Ársreikningur félagsins geymir efnahagsreikning, rekstursreikning og skýringar í samræmi við góðar reikningsskilavenjur.
Ársreikningur og samstæðureikningar eru undirritaðir af stjórn félagsins og framkvæmdastjóra.
21. grein
Á aðalfundi flytur
stjórnarformaður skýrslu stjórnar um starf hennar frá síðasta aðalfundi.
Hann gerir þar grein fyrir bókuðum
fundum stjórnarinnar, helstu ákvörðunum og þeim atriðum öðrum, er
V. kafli
Sjóðir og veltufé
22. grein
Í stofnsjóð félagsins skal leggja aðildargjald félagsmanna, sbr. 4. grein, og ennfremur þann hluta hagnaðar, sem aðalfundur ákveður. Árlega skal vaxtareikna og verðbæta stofnsjóðshluti félagsmanna. Að jafnaði skal hafa til viðmiðunar almenna sparisjóðsvexti og verðbætur í samræmi við almennar verðbreytingar í þjóðfélaginu, og bætast vextir og verðbætur við höfuðstól. Stofnsjóð skal nota við allan rekstur félagsins. Stofnsjóðseign hvers félagsmanns skal koma til útborgunar:
a) Við andlát hans.
b) Við brottflutning af félagssvæðinu, enda gangi hann úr félaginu.
Þá getur félagsmaður fengið stofnsjóðseign sína útborgaða við 70 ára aldur ef hann óskar þess, enda þótt hann haldi áfram þátttöku í félaginu. Aldrei má þó greiða út stofnsjóðseign fyrr en eigandi hefur innt af hendi allar fjárhagslegar skuldbindingar, sem á honum hvíla sem félagsmanni, og vísast m.a. til 7. og 8. greinar samþykkta þessara. Að öðru leyti er stofnsjóðsfé óuppsegjanlegt og hlutdeild félagsmanna í stofnsjóði er ekki framseljanleg og hún stendur ekki til fullnustu kröfum skuldheimtumanna.
23. grein
Aðalfundur getur ekki ákveðið hærri greiðslur í stofnsjóð félagsmanna en stjórn félagsins leggur til við aðalfund.
24. grein
Minnst tíu hundraðshluta þess hagnaðar, sem ekki fer til þess að jafna hugsanlegt tap fyrri ára og ekki er lagður í aðra lögbundna sjóði, skal leggja í varasjóð félagsins uns varasjóðurinn nemur 10 hundraðshlutum af fjárhæð stofnsjóðs. Þegar því marki hefur verið náð, skulu framlög vera minnst fimm hundraðshlutar þar til sjóðurinn nemur einum fjórða hluta af fjárhæð stofnsjóðs. Heimilt er að nota varasjóð til að jafna tap, sem ekki er unnt að jafna með öðrum hætti.
VI. kafli
Um innlánsdeild félagsins
25. grein
Kaupfélag Skagfirðinga starfrækir innlánsdeild, sem tekur við innlögum frá viðskiptamönnum. Stjórn félagsins setur reglur um vaxtakjör og innlánsform hverju sinni eins og henta þykir starfseminni. Í bókhaldi félagsins skulu vera sérstakir viðskiptareikningar fyrir innlán í deildinni. Skal þar færa innlög og útborganir hvers viðskiptamanns, svo og vexti. Þegar viðskiptamaður óskar að stofna innlánsreikning við innlánsdeildina skal gefa út viðskiptabók, þar sem gjaldkeri félagsins færir inn allar hreyfingar og breytingar, sem á reikningnum verða. Hver viðskiptabók fær númer, sem er samsvarandi reikningsnúmeri viðkomandi í bókhaldi félagsins yfir innlánsreikninga. Hver bók skal árituð og staðfest af kaupfélagsstjóra eða öðrum prókúruhafa félagsins og gjaldkera. Eigi má greiða fé út af innlánsreikningi nema viðskiptabók sé framvísað og viðkomandi sanni fyrir gjaldkera ef þörf krefur, að hann hafi rétt til hennar með persónuskilríkjum eða á annan fullnægjandi hátt. Ef um sérlega stór innlán er að ræða, getur innlánsdeild félagsins áskilið sér rétt til að þurfa ekki að greiða þau út öll í einu lagi, en slíkur greiðslufrestur skal þó alla jafna eigi vera lengri en 12 mánuðir.
26. grein
Til tryggingar innlánum í innlánsdeild er varasjóður félagsins og aðrar eignir þess og að auki Tryggingasjóður innlánsdeilda skv. reglugerð hans. Er innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga aðili að Tryggingasjóðnum og hlítir reglugerð hans eins og hún er á hverjum tíma. Skal reglugerð sjóðsins kynnt fyrir aðalfundi félagsins svo og breytingar á henni, verði þær gerðar.
27. grein
Stjórn félagsins getur sett innlánsdeildinni starfsreglur, þar sem nánar sé kveðið á um starfshætti hennar, útborgunarreglur og skilyrði fyrir innlánsviðskiptum.
VII. kafli
Um félagsráð afurðastöðvanna
28. grein
Afurðastöðvum þeim, er félagið rekur, má setja sérstakar, ráðgefandi stjórnarnefndir, er nefnast samlagsráð og sláturhúsráð. Skulu þær skipaðar 5 mönnum. Þrír þeirra eru kjörnir úr hópi framleiðenda þeirra afurða, er hvor afurðastöð um sig tekur til vinnslu. Að auki sitja í ráðunum einn fulltrúi stjórnar, er hún kýs til þess, svo og framkvæmdastjóri félagsins. Samlags- og sláturhúsráð eru ráðgefandi fyrir stjórn KS og gera tillögur um starfshætti afurðastöðvanna og ráðstafanir í rekstri þeirra. Sérstakar reglugerðir ber að setja um hvort ráð fyrir sig um starfsemi afurðastöðvanna, kosningu fulltrúa í ráðin og annað er þau varðar. Þær reglugerðir verða viðauki við samþykktir þessar og fylgja þeim.
VIII. kafli
Ýmis ákvæði
29. grein
Heimilt er félaginu að styðja hverskonar menningarstarfsemi á félagssvæðinu og stofna og starfrækja sjóð í því skyni. Aðalfundur ákveður framlög til sjóðsins og setur honum starfsreglur.
30. grein
Stjórn félagsins og aðalfundur getur ákveðið að félagið taki þátt í öðrum félögum og samtökum, svo sem með hlutafjárframlögum, þátttöku í samvinnusamböndum eða á annan hátt, sem þessir aðilar telja að þjónað geti hagsmunum félags og félagsmanna. Stjórn félagsins gerir í ársskýrslu sinni grein fyrir þeim ráðstöfunum, sem hún hefur gert á þessu sviði milli aðalfunda.
31. grein
Um skrásetningu félagsins fer eftir lögum um samvinnufélög nr. 22/1991 með síðari breytingum. Öll þau atriði önnur, sem ekki eru tekin fram í samþykktum þessum, skulu einnig fara eftir þessum lögum.
Heimilt er stjórn félagsins með samþykki aðalfundar að setja reglugerðir um sjóði og starfssvið hjá félaginu.
32. grein
Kaupfélag Skagfirðinga er héraðslegt fyrirtæki sem óheimilt er að slíta nema til gjaldþrotaskipta komi.
33. grein
Samþykktum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi. Til þess að ná samþykki þarf slík breytingartillaga að hljóta 2/3 hluta atkvæða á aðalfundinum.
Þegar leggja á fyrir fund tillögur um breytingar á félagssamþykktunum, skal þess getið í fundarboði.
Breyting á félagssamþykktum, sem felur í sér röskun á réttarsambandi milli félagsmanna eða auknar skuldbindingar félagsmanna gagnvart félaginu, þarf samþykki tveggja lögmætra félagsfunda í röð og stuðningi eigi færri en 2/3 hluta atkvæðisbærra félagsmanna á fundinum. Breytinguna skal bera undir deildarfundi milli félagsfunda og hún hljóta þar samþykki með meirihluta atkvæða.
34. grein.
Með gildistöku samþykkta þessara falla úr gildi eldri samþykktir félagsins.
Þannig samþykkt á aðalfundi 2009, sem haldinn var í Selinu 18.4.2009
Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga
REGLUGERÐ
fyrir Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga
1. grein
Á félagssvæði Kaupfélags Skagfirðinga starfar afurðastöð á Sauðárkróki, sem heitir Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga, skammstafað MKS. Mjólkursamlagið er stofnun innan Kaupfélags Skagfirðinga með þeirri sérstöðu, sem í þessari reglugerð felst.
Stjórn Kaupfélags Skagfirðinga fer með yfirstjórn mjólkursamlagsins að fengnum tillögum samlagsráðs.
2. grein
Markmið samlagsins eru:
a. Að tryggja framleiðendum markað fyrir mjólk þeirra og vinna úr henni þær vörur, sem best henta til sölu á hverjum tíma.
b. Að leiðbeina samlagsmönnum um meðferð mjólkurinnar áður en hún kemur í afurðastöðina og um hverskonar vöruvöndun í því sambandi.
Til að ná þessum markmiðum getur stjórn KS ákveðið, að mjólkursamlagið gerist aðili að sölusamtökum og félögum afurðastöðva innan greinarinnar.
3. grein
Samlagssvæðið er hið sama og félagssvæði Kaupfélags Skagfirðinga, og geta þeir einir orðið samlagsmenn, sem hafa leyfi til mjólkurframleiðslu.
Samlagsmenn afhenda samlaginu til vinnslu alla þá mjólk, er þeir framleiða umfram heimilisþarfir og er innan framleiðsluréttar.
4. grein
Til ráðuneytis við stjórn samlagsins er 5 manna samlagsráð, sem er þannig skipað:
a.) Þrír
mjólkurframleiðendur kjörnir af ársfundi samlagsins til þriggja ára í senn. Til
b.) Stjórn kaupfélagsins kýs einn fulltrúa úr sínum hópi og annan til vara til eins árs í senn til setu í ráðinu.
c.) Kaupfélagsstjóri er jafnan sjálfkjörinn í samlagsráð, og er hann jafnframt formaður þess. Í forföllum kaupfélagsstjóra tekur staðgengill hans eða annar, er hann setur til þess, sæti hans í ráðinu.
Samlagsstjóra eða staðgengli hans er skylt að sitja fundi ráðsins og gera því grein fyrir störfum sínum og starfsemi samlagsins, óski formaður þess.
Samlagsráð sér um að reglugerð samlagsins sé framfylgt. Það er ráðgefandi um ákvarðanir, er varða rekstur samlagsins og fjárfestingar, svo og um ráðningu samlagsstjóra og önnur mál, er varða samskipti samlagsins og framleiðenda.
Kaupfélagsstjóri kallar samlagsráð til funda þegar þörf gerist eða a.m.k. 2 samlagsráðsmenn óska þess.
5. grein
Meðferð mjólkur og önnur atriði, er varða mjólkurframleiðsluna, séu í samræmi við reglugerð um mjólk og mjólkurvörur, er heilbrigðis- og tryggingaráðherra setur hverju sinni.
Mjólkursamlagið ræður eftirlitsmenn til að fylgjast með mjólkurhúsum, tönkum og vélbúnaði við mjaltir. Leiðbeina þeir um viðhald þessara tækja og notkun þeirra.
6. grein
Mjólk sú, er framleiðendur afhenda úr heimilistanki, er mæld við dælingu í mjólkurflutningabifreið með löggiltum mæli. Mjólkurframleiðandi fær afrit af mælingunni hverju sinni. Framleiðendum er síðan greitt í viðskiptareikninga hjá KS eftir hvern innleggsmánuð skv. samandregnum mælinganótum frá dælum mjólkurbifreiða á þann hátt, sem kveðið er á um í gildandi lögum hverju sinni, nú lögum nr. 46/1985.
7. grein
Kaupfélagsstjóri KS ræður samlagsstjóra að fenginni umsögn samlagsráðs skv. 4. grein og eftir að hafa ráðfært sig við stjórn KS skv. ákvæðum í 18. grein samþykkta kaupfélagsins. Hefur hann á hendi daglegan rekstur samlagsins og afurðasölu í samráði við kaupfélagsstjóra KS. Að öðru leyti er starfssvið hans og kjör ákveðin með sérstökum samningi.
8. grein
Samlagið heldur ársfund eigi síðar en í aprílmánuði ár hvert. Á ársfundi er gerð grein fyrir rekstri samlagsins og mjólkurflutningabifreiða. Þar er einnig leitast við að fjalla um málefni, sem varða mjólkurframleiðsluna sérstaklega, markaðs- og framleiðslumál og kynna nýjungar og annað, er til framfara horfir í mjólkurframleiðslunni.
Á ársfundi samlagsins eiga sæti með atkvæðisrétti allir mjólkurframleiðendur á samlagssvæðinu. Aðalfundur KS hefur æðsta vald í málefnum samlagsins sem og annarra deilda kaupfélagsins, en taka skal hann tillit til ályktana ársfundar samlagsins og tillagna samlagsráðs.
9. grein
Um tillögur til breytinga á reglugerð þessari skal fara á sama hátt og með tillögur um breytingar á samþykktum KS, en þó ber að fjalla um slíkar breytingartillögur á ársfundi samlagsins, áður en þær koma til lokaafgreiðslu á aðalfundi KS.
10. grein
Með reglugerð þessari er felld úr gildi eldri reglugerð samlagsins.
Undirritað í apríl 2009
Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga
REGLUGERÐ
fyrir Sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga
1. grein
Kaupfélag Skagfirðinga starfrækir afurðastöð, sláturhús á Sauðárkróki, sem er stofnun innan KS með þeirri sérstöðu, sem í þessari reglugerð felst.
Stjórn Kaupfélags Skagfirðinga fer með yfirstjórn sláturhússins að fengnum tillögum sláturhúsráðs.
2. grein
Markmið sláturhússins eru:
a.) Að annast slátrun á búpeningi félagsmanna og annarra framleiðenda, sem þess kunna að óska.
b.) Að stuðla að sem mestri vöruvöndun á þeim afurðum, sem sláturhúsið tekur til meðferðar frá framleiðendum og að koma þeim í sem best verð á innlendum og erlendum mörkuðum.
c.) Að stuðla að fjölbreytni í framleiðslu og vöruvali og öðru því, er gæti aukið sölu innlendra afurða.
3. grein
Við stjórnun sláturhússins skal kaupfélagsstjórn hafa sér til ráðuneytis 5 manna sláturhúsráð, sem er skipað eins og hér greinir:
a) Aðalfundur KS kýs 3 menn úr hópi framleiðenda, sem jafnframt séu félagsmenn í KS og leggi afurðir sínar inn hjá sláturhúsi félagsins. Kjörtími þeirra er 3 ár. Þá kýs aðalfundur einnig 2 menn til vara til eins árs í senn og uppfylli þeir sömu skilyrði og aðalmenn.
b) Stjórn kaupfélagsins kýs úr sínum hópi einn mann og einn til vara til eins árs í senn.
c) Kaupfélagsstjóri er sjálfkjörinn í ráðið og er hann jafnframt formaður þess. Í forföllum hans tekur staðgengill kaupfélagsstjóra, eða sá er hann setur til þess, sæti hans.
Forstöðumanni sláturhússins er skylt að sitja fundi ráðsins og gerir hann þar grein fyrir störfum sínum og starfsemi sláturhússins sé þess óskað.
4. grein
Sláturhúsráð sér um að reglugerð sláturhússins sé framfylgt. Það er ráðgefandi um öll þau mál, er varða samskipti sláturhúss og framleiðenda. Það er ráðgefandi um ráðningu sláturhússtjóra. Kaupfélagsstjóri KS ræður hann síðan að fenginni tillögu ráðsins og eftir að hafa ráðfært sig við stjórn KS skv. 18. grein samþykkta félagsins.
5. grein
Sláturhúsráð skal ákveða tilhögun flutninga sláturgripa til sláturhússins.
6. grein
Sláturhússtjóri sér um daglegan rekstur sláturhússins og afurðasölu þess í samráði við kaupfélagsstjóra.
7. grein
Formaður sláturhúsráðs kallar saman fundi í ráðinu þegar þörf krefur eða minnst 2 ráðsmanna krefjast þess.
8. grein
Um breytingar á reglugerð þessari skal farið með á sama hátt og breytingar á samþykktum kaupfélagsins.
9. grein
Með reglugerð þessari fellur úr gildi eldri reglugerð sláturhússins.
Undirritað í apríl 2009
Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga
Reglugerð
fyrir Menningarsjóð Kaupfélags Skagfirðinga
1. grein
Sjóðurinn heitir Menningarsjóður KS.
2. grein
Tilgangur sjóðsins er að halda uppi fræðslu í félags- og samvinnumálum og veita fjárhagslegan stuðning hverskonar menningar- og framfaramálum á félagssvæði KS.
3. grein
Tekjur sjóðsins eru:
a) Framlag af árlegum tekjuafgangi kaupfélagsins, sem aðalfundur ákveður, þó aldrei lægra en 50.000, - fimmtíu þúsund krónur. Einnig getur aðalfundur fundið sjóðnum ákveðinn tekjustofn.
b) Vaxtatekjur.
c) Frjáls framlög félagsmanna eftir eigin vild.
4. grein
Stjórn sjóðsins hefur á hendi úthlutun á ráðstöfunarfé sjóðsins skv. 2. grein og framkvæmir hana annað hvort eftir eigin frumkvæði eða samkvæmt umsóknum, er fram kunna að koma. Aldrei má þó úthluta meiru en ¾ af innstæðu sjóðsins. Úthlutun fer fram einu sinni á ári, jafnaðarlega að vorinu.
5. grein
Stjórn sjóðsins skipa fimm menn. Skulu þrír kosnir til þriggja ára, þó þannig, að einn gengur úr eftir eitt ár samkvæmt hlutkesti og einn eftir tvö ár samkvæmt sömu reglu. Skal síðan kosinn einn á aðalfundi hvers árs. Formaður félagsins og framkvæmdastjóri eru sjálfkjörnir í stjórnina, og er hinn fyrrnefndi jafnframt formaður hennar. Kjósa skal 2 menn til vara til tveggja ára.
6. grein
Sjóðurinn skal vera í vörslu K.S., og nýtur hann sömu vaxta og stofnsjóður félagsins.
7. grein
Reikningar sjóðsins, endurskoðaðir af endurskoðendum K.S., skulu lagðir fram á aðalfundi félagsins ár hvert.
Undirritað í apríl 2009
Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga