Starfsmannastefna Kaupfélags Skagfirðinga svf.
Það er viðhorf Kaupfélags Skagfirðinga að það séu starfsmennirnir, metnaður þeirra, kraftur og hollusta sem er lykillinn að farsælum rekstri félagsins. Markmið félagsins er að hjá því starfi hæfir, áhugasamir og vel þjálfaðir starfsmenn, sem eru tilbúnir til að axla ábyrgð og sýna frumkvæði í starfi og geti þannig tekið virkan þátt í framþróun þess. Yfirmenn hafa þá skyldu að hafa í heiðri starfsmannastefnuna og sjá til þess að farið sé að reglum og fyrirmælum bæði með tilliti til hagsmuna félagsins og starfsmanna. Það er sameiginlegt verkefni stjórnenda og starfsmanna KS að stuðla að góðum samskiptum og starfsanda á vinnustaðnum.
KS leggur áherslu á:
- Að faglega sé staðið að ráðningum, starfslokum og þjálfun nýrra starfsmanna.
- Starfslýsingar séu til fyrir hvert starf.
- Að skapa trausta vinnustaði þar sem stjórnendum og starfsmönnum er annt um vellíðan og heilbrigði samstarfsfólks síns.
- Tryggja góða vinnuaðstöðu, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað.
- Leitast skal við að gera starfsmönnum kleift að samræma sem best fjölskyldu- og starfsábyrgð.
- Gefa starfsmönnum kost á fræðslu, endurmenntun og starfsþjálfun við hæfi og skv. Jafnréttisáætlun KS.
- Leitast skal við að starfsmenn eigi möguleika á að þróast í starfi innan félagsins í samræmi við metnað, hæfni og kunnáttu. Starfsmenn eru hvattir til að efla færni sína í takt við þær kröfur sem gerðar eru til félagsins.
- Jákvætt viðmót, gagnkvæm virðing og traust sé ríkjandi í samskiptum starfsmanna. Sama gildir um samskipti starfsmanna og stjórnenda.
- Stjórnendur hugi að upplýsingagjöf til starfsmanna um þau málefni er þá snertir.
- Að jafnrétti sé virt í hvívetna og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum. Stjórnendur gæti þess að mismuna starfsmönnum ekki eftir aldri, kyni eða öðru því er greinir þá að.
- Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni,einelti og önnur óæskileg hegðun verður ekki liðin.
- Kaupfélag Skagfirðinga hefur sett sérstaka stefnu um viðbrögð við einelti og kynferðislegri áreitni, auk viðbragðsáætlunar þar að lútandi (sjá Starfsmannahandbók).
Samþykkt af stjórn KS 02.09.2020