Sjálfbærnistefna Kaupfélags Skagfirðinga
Sjálfbærnistefna Kaupfélags Skagfirðinga (KS) er grunnstoð fyrir starf samstæðunnar á sviði sjálfbærni. KS leggur áherslu á fullnýtingu afurða, ábyrga nýtingu annarra auðlinda og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri þar sem tækifæri eru til. Markmið KS er að skapa verðmæti til langs tíma fyrir hagaðila sína og samfélagið m.a. með því að draga úr umhverfisáhrifum, efla félagslega ábyrgð og tryggja góða stjórnarhætti.
Tilgangur og markmið
Sjálfbærnistefna KS og dótturfélaga byggir á íslenskum lögum og alþjóðlegum sjálfbærnimarkmiðum. Tilgangur stefnunnar er að vera leiðarvísir að sjálfbærum rekstri KS samstæðunnar og leggur grunn að því að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku. KS vill tryggja að starfsemi sín byggist á:
-
- Hagkvæmri og ábyrgri starfsemi með velferð samfélags og umhverfis að leiðarljósi.
- Gagnsæi og góðum viðskiptaháttum.
- Jöfnum tækifærum og öruggu, heilbrigðu starfsumhverfi þar sem mannréttindi eru virt og mismunun ekki liðin.
- Ábyrgð gagnvart neytendum með ströngum gæðakröfum.
Umhverfi
KS er meðvitað um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið og leggur áherslu á að þekkja umhverfisáhrif frá virðiskeðjunni með það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar. Loftslagsbreytingar geta haft áhrif á virðiskeðju KS og leitar samstæðan leiða til að draga úr áhættu og aðlagast breytingum m.a. með því að:
-
- Meta áhættur tengdar loftslagsbreytingum og áhrif þeirra á rekstur félagsins og virðiskeðju þess.
- Vakta og skrá losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni, bæði beina og óbeina losun(umfang 1, 2 og 3).
- Setja skýr markmið og áætlun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takt við loftslagsmarkmið Parísarsamkomulagsins.
- Leggja áherslu á orkunýtni og notkun endurnýjanlegra orkugjafa í framleiðslu þar semtækifæri eru til.
- Vakta og greina efnanotkun og mengun frá starfseminni og leggja áherslu á að skipta útmengandi efnum eins og hægt er.
- Nýta vatnsauðlindir með ábyrgum hætti og lágmarka áhrif starfseminnar á vatnsgæðimeð vöktun og gæðastýringu.
- Fylgjast með áhrifum starfseminnar á líffræðilega fjölbreytni og vera meðvituð um helstuorsakir hnignunar hennar, með tilliti til þeirrar áhættu sem slíkt getur haft fyrir bæðisamfélagið og rekstur félagsins.
- Leggja áherslu á fullnýtingu hráefnis og lágmarka urðun frá starfseminni.
- Framkvæma reglulega greiningu á úrgangsmálum með það að leiðarljósi að bæta stöðugtúrgangsstýringu og endurvinnslu.
- Draga úr notkun umbúða og velja endurnýjanlegar umbúðir þar sem kostur er á án þessað skerða matvælaöryggi eða endingartíma vöru.
Samfélag
KS leggur mikla áherslu á öruggt og gott starfsumhverfi. KS er með metnaðarfulla starfsmannastefnu, jafnréttisáætlun og jafnlaunastefnu til að styðja við viðhorf sitt að það séu starfsmennirnir, metnaður þeirra, kraftur og hollusta sem er lykillinn að farsælum rekstri félagsins. Auk þess er í gildi áætlun um heilbrigði og öryggi á vinnustað.
KS leggur áherslu á öryggi neytenda og vinnur samkvæmt ströngum stöðlum og reglum til að tryggja matvælaöryggi.
KS leggur áherslu á að virða alþjóðleg mannréttindi og að eiga ekki í viðskiptum sem tengjast brotum á þeim, þar á meðal mismunun á grundvelli kyns, trúarbragða, kynþáttar og þjóðerni, óréttlæti á vinnumarkaði, sem og hvers kyns nauðungarvinnu eða barnavinnu.
Stuðningur við samfélagið er einnig mikilvægur þáttur í starfsemi KS. Félagið tekur virkan þátt í samfélagsverkefnum með öflugu samstarfi sem og styrkveitingum.
Stjórnarhættir og ábyrgð
KS leggur áherslu á gagnsæi og vandaða fjármálastjórnun. Sjálfbær markmið og stefna eru samþætt rekstri félagsins og eru ákvarðanir teknar með siðferði, sanngirni og langtímahagsmuni að leiðarljósi. KS mun setja skýra stefnu gagnvart birgjum og leggur ríka áherslu á siðareglur birgja og ábyrga innkaupastefnu.
Sjálfbærniskýrsla og stöðugt endurmat
KS mun birta árlega sjálfbærniskýrslu og setur fram mælanleg markmið sem verða endurskoðuð í takt við nýjustu stefnur og strauma í sjálfbærnimálum. Markmiðin byggja á fyrirliggjandi lögum, regluverki og alþjóðlegum viðmiðum. Félagið verður í stöðugu umbótaferli til að tryggja að aðgerðir styðji við langtímamarkmið um sjálfbærni, félagslega ábyrgð og góða stjórnarhætti.